---
Ég geri orðið alltaf spelt botninn hennar Ebbu,en það er lang einfaldasta uppskrift sem ég hef prófað. Svo finnst mér spelt svo mikið bragðbetra en venjulegt hveiti. Þessi botn hentaði mjög vel á grillið,enda er deigið svo meðfærilegt.
Botninn: (dugar mér í tvær stórar þunnbotna pizzur)
300 gr spelt
3 tsk vínsteinslyftiduft
3 msk olía
175 ml heitt vatn
1 tsk salt
2 tsk oregano (má sleppa)
-Blandið þurrefnunum saman í skál. Bætið olíu og vatni út í,hrærið með skeið og hnoðið svo saman í höndunum. Fletjið deigið svo út í þá þykkt sem þið kjósið. Voilá! :)
Til að grilla pizzuna:
Spreyjið teinana á grillinu vel áður en þið kveikið á því.
Setjið það á miðlungs hita,lokið því og leyfið að hitna vel.
Leggið deigið beint á teinana og fylgist vel með.
Þegar deigið er farið að "bubbla" vel,snúið því þá við og fylgist aftur vel með.
Setjið sósu og álegg á botninn,og lækkið í lægsta hita undir honum.
Lokið grillinu og leyfið ostinum að bráðna og álegginu að eldast.
ATH að fylgjast vel með pizzunni,og snúið pizzunni ef botninn er orðinn dekkri á einum stað en annars staðar.
Vessogú!
Ég mæli svo mikið með því að þið prófið! :)
---
Ég hef einmitt aldrei nennt að prófa þetta.. finnst þetta eitthvað hljóma svo mikið vesen - en núna verð ég að prófa... þetta er mjög girnilegt hjá þér! :) kv. Sirra
ReplyDeleteVerð verð verð bara að prófa þetta....mmmm !
ReplyDeleteÉg á svona grillplötu sem maður notar sérstaklega til að grilla pizzur á útigrilli. Það er hrikalega þægilegt og þá losnar maður við að þurfa að bera á grillið sjálft og svona áður en pizzan fer á :) Er til í Byko og fleiri stöðum á um 2-3.000 kr. Annars lítur þetta hrikalega vel út......það er bara vísindalega sannað að ALLUR matur er betri á grilli.....get svo svarið það ! :)
ReplyDeleteSvo sammála Hildur,ALLT er betra á grilli!! En ég spreyja hvort sem er alltaf á grillið áður en við grillum svo að það munar ekki um það. En ég hef heyrt gott af grillgrindunum samt..Skelli mér kannski á svoleiðis við tækifæri og prófa.. :)
ReplyDeleteHæjjj ætla að chippa inn smá grillpizzutipsi hérna. Verandi búin að grilla allar föstudagspizzurnar mínar síðan ég eignaðist grillið mitt árið 2005.
ReplyDeleteFletjið deigið þunnt út og leggið á bökunarpappír.
Skottist í ikea og verðið ykkur út um svona plötur: http://www.ikea.is/products/15380
setjið deigið á bökunarpappírnum á plötuna.
Smellið öllu góðgætinu sem þið ætlið að hafa á pizzunni á hana.
Hitið grillið á mjög lágan hita (þetta er mjög mikilvægt atriði) Botninn brennur svo léttilega ef of mikill hiti er á grillinu.
svo rennið þið pizzunni á grillið. Eftir smástund losnar svo bökunarpappírinn frá botninum, notið þið grillspaða og lyftið botninum upp og kippið pappírnum undan. Svo klárið þið bara að baka botninn og þá er pizzan tilbúin.
Þetta er svo solid aðferð að það hálfa væri nóg.
Já svo er ég sammála kommentinu um að ALLT er betra grillað, það er bara þannig.
Takk fyrir þetta Dúna krútt. :) Prófa þetta við tækifæri..þessar sem ég gerði í gær voru bara svo skotheldar og rosalega lítið mál að setja beint á grillið..
ReplyDeleteWow, What an Outstanding post. I found this too much informatics. It is what I was seeking for. I would like to recommend you that please keep sharing such type of info.If possible, Thanks. best pizza in tempe az
ReplyDelete